Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2025 08:04 Á Íslandi í dag þann ellefta febrúar er haldin hátíðlegur dagur íslenska táknmálsins. Við sem erum tengd táknmálinu órjúfanlegum böndum fögnum deginum í hjarta okkar og huga. Ég óska öllum íslendingum til hamingju með dag íslenska táknmálsins 11. febrúar. Íslenska táknmálið er samkvæmt lögum (61/2011) jafnrétthátt íslenskri tungu sem er alveg frábært. En betur má en duga skal. Það tók langan tíma að fá þessi lög í gegn. Það tekur líka vissulega langan tíma að byggja upp réttindin sem þessi lög eiga að gefa okkur táknmálsfólki og öllum íslendingum reyndar, þegar svona heilt yfir séð á hvorn endan sem er á litið. Það er vinna að gera táknmálinu hátt undir höfði í stjórnsýslunni og koma því að og að réttindi táknmálsfólks séu sjálfsögð og að ekki sé litið á okkur sem forréttindahóp. Það getur engin heyrandi sagt fyrir okkar hönd hvað sé best fyrir okkur, það er ekkert tæki sem kemur í staðinn fyrir táknmálið. Táknmál er mannréttind, ekki val. Það að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er ekki val eða lífstíll, það er bara svona - ég get ekki notað neitt annað því ég bara þekki ekkert annað. Ég þekki líka ekkert annað en að þurfa að berjast við og brasa við stjórnvöld um réttindi mín á forsendum táknmálsins. Táknmálsfólki er mjög annt um líf sitt á forsendum táknmálsins. Í hvert einasta sinn sem við hittumst hvort sem það er spjall yfir kaffibolla eða fínasta matarboð er aðalumræðuefnið við borðið; barningur okkar við að fá heyrandi til að skilja mikilvægi táknmálsins, aðgengi okkar með því að félagslegum tækifærum, fara í leikhús, sinna vinnu okkar o.s.frv. Textun er líka oft til umræðu en textun er líka okkar aðgengi og ber því miður oft skugga á textun þannig að við upplifum mikla heyrnarhyggju (e. audisma) í okkar garð frá stjórnvöldum sem enn hafa ekki sett textun á innlent sjónvarpsefni í lög og sjónvarpsstöðvum sem ekki sýna neinn metnað í að texta og mögulega finnst textun ekki jafn mikilvæg og hljóðið er. Í þessum hittingum gleymum við stundum okkur sjálfum, tilfinningum okkar, sorgar og gleðistundum, því skemmtilega jafnvel því leiðinlega sem við gerum jú í daglega lífinu eins og áhugamálum okkar og hugðarefnum. Baráttumál táknmálsins og textans taka mikið pláss einfaldlega af því þau mál eru lengi að komastí í þann farveg eins og við viljum að sé. Það er ekki hlustað á okkur og tekið tillit til okkar þarfa á forsendum táknmálsins. Það finnst okkur svolítið leiðinlegt. Táknmál og textun er mitt/okkar aðgengi og mín/okkar brú til að vera hluti af samfélaginu og taka þátt í því, það að vera með er stærsti sigurinn sagði einhver. Við lifum á víðsjárverðum tímum, sérstaklega núna þegar við horfum til Bandaríkjanna, okkur er um og ó núna, tökum andköf jafnvel. Við horfum nú á að margra ára barátta táknmálssamfélagsins í Bandaríkjum er nú í þessum skrifuðum orðum fótum troðin og traðkað á af valdamesta manni Bandaríkjanna, Trump forseta og hans liði. Árið 1990 gerðust það að samþykkt voru aðgengislög sem í daglegu tali eru kölluð ADA lögin (e. American Disability of Act) Þessi lög bættu stórlega aðgengi fatlaðra, þó mest leyfi ég mér að segja aðgengi heyrnarlausra á forsendum táknmálsins og texta í félagslegum skilningi og aðgerðum. Nú er jafnvel verkefni sem kostuð eru í gegnum ADA lögin eins og myndsímatúlkun að hætta eða hverfa og textun hjá einkareknum sjónvarpsstöðvum. Svo er það líka DEI sem stendur fyrir fjölbreytileika, jöfnuð og inngildingu/tækifæri (e. diversity, equity, and inclusion). Fyrsti vísir að DEI birtist árið 1961 og var komið á af Robert Kennedy þáverandi forseta. DEI hefur þróast og átt góðu gengi að fagna hjá t.d. heyrnarlausum, heyrnarskertum og fólki með samþætta sjón og heyrnarskerðingu í gegnum árin. DEI hefur mikið snúist um aðgengi og á síðustu misserum líka nefnt DEIA (e. Acces bætt við). Það hefur gefið þeim tækifæri til að vera á vinnumarkaði og starfa hjá því opinbera í Bandaríkjunum. Nú er þessu kippt af borðinu og hefur fólk fengið uppsagnarbréf sem felur í sér að þau segi sjálf upp og fái 7 mánaða laun eða vilji þau ekki skrifa undir uppsagnarbréfið þá hætti nú þegar strax án nokkurs uppsagnarfrests eða launa. Það hefur líka verið talað illa um þá sem njóta DEIA samkomulagsins af forseta Bandaríkjanna og er ósanngjarn málatilbúnaður. Það eru allir hræddir, svekktir og margir sem ná því ekki enn að þetta skuli geta gerst nú á okkar tímum þar sem við höldum í heiðri fjölbreytileika, jöfnuð, tækifæri og aðgengi. Það sem heyrnarlausir í Bandaríkjunum hafa misst núna til viðbótar við vinnu sína og lífsviðurværi og er vert að nefna er það að engin táknmálstúlkun er frá daglegum blaðamannafundum Hvíta hússins. Táknmálið var þurrkað út í einu vettvangi og mun gerast á mörgum öðrum stöðum líka, ekki bara í nánustu framtíð heldur kannski bara í dag eða á morgun ef marka má þann ofurofsa sem forseti Bandaríkjanna viðheldur á hverjum degi að klekkja á fólkinu í landinu hans til þess eins að gera Ameríku stórkostlegri aftur (MAGA). Það má kannski líka nefna það hérna að nú í fyrsta sinn í 160 ára sögu Gallaudet háskólans í Washington D.C sem er háskóli fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu hriktir verulega í stoðum skólans og stefnir í að missa allan sinn alríkis fjárstuðnings verði samþykktir Trumps að veruleika. Ég trú varla að ég sé að skrifa þetta, finnst jafn ótrúlegt að þetta skuli vera að gerast. Hérna sjáum við að engin veit fyrr en misst hefur hvað táknmálið er mikilvægt og hve fjölbreytileiki, jöfnuður og tækifæri spila stórt hlutverk í að við sem njótum táknmálsins á hverjum degi eigum. Texti eru líka mikilvægur. Réttindi á forsendum táknmálsins er línudans, við verðum að fá skilning frá þeim sem hafa völdin í stjórnsýslunni að vera meðvituð um að taka táknmálið með í aðgerðum, fjárveitingum, ákvörðunum og lagasetningum. Það er mannauður í táknmáli sem á að horfa á. Við erum lítið samfélag og erum búin að miða út hvernig táknmálið er sjálfsagt mál okkar og við viljum vera með í samfélaginu, fá sömu tækifæri, finna fyrir sama jöfnuði sem aðrir finna fyrir og vera hluti af fjölbreytileika landsins með táknmálinu okkar. Við eigum skilið að vera með og fá tækifæri að gefa af okkur okkar reynslu, sjónarhorn og viðmið. Að þessu sögðu ber því að fagna að nú er að finna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar meðal annara verkefna að lögð skuli vera áhersla á að rannsóknir á táknmáli skulu styrktar og staða táknmálsins efld. Ég er full tilhlökkunar á að orð í stjórnarsáttmálanum skulu efnd og þeim komið til verka innan táknmálssamfélagsins. Ég ♡ táknmál. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag þann ellefta febrúar er haldin hátíðlegur dagur íslenska táknmálsins. Við sem erum tengd táknmálinu órjúfanlegum böndum fögnum deginum í hjarta okkar og huga. Ég óska öllum íslendingum til hamingju með dag íslenska táknmálsins 11. febrúar. Íslenska táknmálið er samkvæmt lögum (61/2011) jafnrétthátt íslenskri tungu sem er alveg frábært. En betur má en duga skal. Það tók langan tíma að fá þessi lög í gegn. Það tekur líka vissulega langan tíma að byggja upp réttindin sem þessi lög eiga að gefa okkur táknmálsfólki og öllum íslendingum reyndar, þegar svona heilt yfir séð á hvorn endan sem er á litið. Það er vinna að gera táknmálinu hátt undir höfði í stjórnsýslunni og koma því að og að réttindi táknmálsfólks séu sjálfsögð og að ekki sé litið á okkur sem forréttindahóp. Það getur engin heyrandi sagt fyrir okkar hönd hvað sé best fyrir okkur, það er ekkert tæki sem kemur í staðinn fyrir táknmálið. Táknmál er mannréttind, ekki val. Það að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er ekki val eða lífstíll, það er bara svona - ég get ekki notað neitt annað því ég bara þekki ekkert annað. Ég þekki líka ekkert annað en að þurfa að berjast við og brasa við stjórnvöld um réttindi mín á forsendum táknmálsins. Táknmálsfólki er mjög annt um líf sitt á forsendum táknmálsins. Í hvert einasta sinn sem við hittumst hvort sem það er spjall yfir kaffibolla eða fínasta matarboð er aðalumræðuefnið við borðið; barningur okkar við að fá heyrandi til að skilja mikilvægi táknmálsins, aðgengi okkar með því að félagslegum tækifærum, fara í leikhús, sinna vinnu okkar o.s.frv. Textun er líka oft til umræðu en textun er líka okkar aðgengi og ber því miður oft skugga á textun þannig að við upplifum mikla heyrnarhyggju (e. audisma) í okkar garð frá stjórnvöldum sem enn hafa ekki sett textun á innlent sjónvarpsefni í lög og sjónvarpsstöðvum sem ekki sýna neinn metnað í að texta og mögulega finnst textun ekki jafn mikilvæg og hljóðið er. Í þessum hittingum gleymum við stundum okkur sjálfum, tilfinningum okkar, sorgar og gleðistundum, því skemmtilega jafnvel því leiðinlega sem við gerum jú í daglega lífinu eins og áhugamálum okkar og hugðarefnum. Baráttumál táknmálsins og textans taka mikið pláss einfaldlega af því þau mál eru lengi að komastí í þann farveg eins og við viljum að sé. Það er ekki hlustað á okkur og tekið tillit til okkar þarfa á forsendum táknmálsins. Það finnst okkur svolítið leiðinlegt. Táknmál og textun er mitt/okkar aðgengi og mín/okkar brú til að vera hluti af samfélaginu og taka þátt í því, það að vera með er stærsti sigurinn sagði einhver. Við lifum á víðsjárverðum tímum, sérstaklega núna þegar við horfum til Bandaríkjanna, okkur er um og ó núna, tökum andköf jafnvel. Við horfum nú á að margra ára barátta táknmálssamfélagsins í Bandaríkjum er nú í þessum skrifuðum orðum fótum troðin og traðkað á af valdamesta manni Bandaríkjanna, Trump forseta og hans liði. Árið 1990 gerðust það að samþykkt voru aðgengislög sem í daglegu tali eru kölluð ADA lögin (e. American Disability of Act) Þessi lög bættu stórlega aðgengi fatlaðra, þó mest leyfi ég mér að segja aðgengi heyrnarlausra á forsendum táknmálsins og texta í félagslegum skilningi og aðgerðum. Nú er jafnvel verkefni sem kostuð eru í gegnum ADA lögin eins og myndsímatúlkun að hætta eða hverfa og textun hjá einkareknum sjónvarpsstöðvum. Svo er það líka DEI sem stendur fyrir fjölbreytileika, jöfnuð og inngildingu/tækifæri (e. diversity, equity, and inclusion). Fyrsti vísir að DEI birtist árið 1961 og var komið á af Robert Kennedy þáverandi forseta. DEI hefur þróast og átt góðu gengi að fagna hjá t.d. heyrnarlausum, heyrnarskertum og fólki með samþætta sjón og heyrnarskerðingu í gegnum árin. DEI hefur mikið snúist um aðgengi og á síðustu misserum líka nefnt DEIA (e. Acces bætt við). Það hefur gefið þeim tækifæri til að vera á vinnumarkaði og starfa hjá því opinbera í Bandaríkjunum. Nú er þessu kippt af borðinu og hefur fólk fengið uppsagnarbréf sem felur í sér að þau segi sjálf upp og fái 7 mánaða laun eða vilji þau ekki skrifa undir uppsagnarbréfið þá hætti nú þegar strax án nokkurs uppsagnarfrests eða launa. Það hefur líka verið talað illa um þá sem njóta DEIA samkomulagsins af forseta Bandaríkjanna og er ósanngjarn málatilbúnaður. Það eru allir hræddir, svekktir og margir sem ná því ekki enn að þetta skuli geta gerst nú á okkar tímum þar sem við höldum í heiðri fjölbreytileika, jöfnuð, tækifæri og aðgengi. Það sem heyrnarlausir í Bandaríkjunum hafa misst núna til viðbótar við vinnu sína og lífsviðurværi og er vert að nefna er það að engin táknmálstúlkun er frá daglegum blaðamannafundum Hvíta hússins. Táknmálið var þurrkað út í einu vettvangi og mun gerast á mörgum öðrum stöðum líka, ekki bara í nánustu framtíð heldur kannski bara í dag eða á morgun ef marka má þann ofurofsa sem forseti Bandaríkjanna viðheldur á hverjum degi að klekkja á fólkinu í landinu hans til þess eins að gera Ameríku stórkostlegri aftur (MAGA). Það má kannski líka nefna það hérna að nú í fyrsta sinn í 160 ára sögu Gallaudet háskólans í Washington D.C sem er háskóli fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu hriktir verulega í stoðum skólans og stefnir í að missa allan sinn alríkis fjárstuðnings verði samþykktir Trumps að veruleika. Ég trú varla að ég sé að skrifa þetta, finnst jafn ótrúlegt að þetta skuli vera að gerast. Hérna sjáum við að engin veit fyrr en misst hefur hvað táknmálið er mikilvægt og hve fjölbreytileiki, jöfnuður og tækifæri spila stórt hlutverk í að við sem njótum táknmálsins á hverjum degi eigum. Texti eru líka mikilvægur. Réttindi á forsendum táknmálsins er línudans, við verðum að fá skilning frá þeim sem hafa völdin í stjórnsýslunni að vera meðvituð um að taka táknmálið með í aðgerðum, fjárveitingum, ákvörðunum og lagasetningum. Það er mannauður í táknmáli sem á að horfa á. Við erum lítið samfélag og erum búin að miða út hvernig táknmálið er sjálfsagt mál okkar og við viljum vera með í samfélaginu, fá sömu tækifæri, finna fyrir sama jöfnuði sem aðrir finna fyrir og vera hluti af fjölbreytileika landsins með táknmálinu okkar. Við eigum skilið að vera með og fá tækifæri að gefa af okkur okkar reynslu, sjónarhorn og viðmið. Að þessu sögðu ber því að fagna að nú er að finna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar meðal annara verkefna að lögð skuli vera áhersla á að rannsóknir á táknmáli skulu styrktar og staða táknmálsins efld. Ég er full tilhlökkunar á að orð í stjórnarsáttmálanum skulu efnd og þeim komið til verka innan táknmálssamfélagsins. Ég ♡ táknmál. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun