Björn Brynjúlfur selur Moodup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 10:40 Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og stofnandi Moodup. Vísir/Vilhelm Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. „Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni. Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
„Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni.
Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira