Dansarinn var einn af þeim fjölmörgu sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar en hann hafði falið fána innan klæða.
Um var að ræða fána Palestínu og Súdans og á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“.
Skilaboð dansarans virðast þó ekki hafa sést í beinni útsendingu frá viðburðinum en fjöldi myndbanda af honum er á samfélagsmiðlum.
A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo
— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025
Ljóst er að athæfið var ekki með vitneskju annarra en dansarans sjálfs sem náði að veifa fánanum í nokkra stund áður en öryggisgæsla náði tökum á honum og kom honum í burtu.
„Maðurinn verður settur í ævilangt bann frá öllum NFL-leikvöngum og viðburum,“ segir Brian McCarthy, talsmaður NFL-deildarinnar, við AP fréttaveituna.
Málið mun einnig verða tekið til rannsóknar hjá lögreglu.