Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 12:02 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“ Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“
Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira