„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:42 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. vísir/Anton Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
„Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira