Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 13:11 Samúel Jói, og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Stöð 2 Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig. Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig.
Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira