RFK verður heilbrigðisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Robert F. Kennedy yngri, verður heilbrigðisráðherra og það væntanlega seinna í kvöld. EPA/ALLISON DINNER Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28