Lífið

Blár hvalur í kveðju­gjöf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn slá á létta strengi með kveðjugjöf sinni.
Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn slá á létta strengi með kveðjugjöf sinni.

Þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt annað en sáttur við vinnubrögð Samfylkingarinnar í þingflokksherbergjamálinu, ef svo mætti kalla, þá skildi flokkurinn eftir innflutningsgjöf fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið að herberginu vísu í krafti þingmannafjölda sína í áttatíu ár. Allt stefndi í að flokkurinn yrði þar áfram, eftir úrskurð skrifstofustjóra Alþingis, en forsætisnefnd undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanns Samfylkingarinnar komst að annarri niðurstöðu. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkkurinn er allt annað en sáttur við, en staldrar þó ekki við.

„Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum,“ sagði Hildur Sverrisdóttir í tilkynningu fyrr í dag.

Samfylkingin fengi innflutningsgjöf á þessum tímtamótum. Samkvæmt upplýsingum frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins er um að ræða bláa hvalaskál, íslenska hönnun úr Rammagerðinni, og svo handgert konfekt úr Vínberinu á Laugavegi. Sem mun væntanlega smellpassa í téða skál.

Hvalveiðar eru eitt þeirra mála sem má segja að Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk greinir á um þótt auðvitað megi telja fleiri til. Þá er blár einkennislitur Sjálfstæðisflokksins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.