Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 19:16 Það hefur gengið vel hjá Aroni Pálmarssyni og félögum í Meistaradeildinni í handbolta í vetur. Getty/Sanjin Strukic Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém unnu góðan útisigur í Meistaradeildinni í handbolta í Rúmeníu í kvöld. Veszprém vann sjö marka sigur á Dinamo Búkarest, 33-26, eftir að hafa verið 18-13 yfir í hálfleik. Þetta átti að vera Íslendingaslagur en Haukur Þrastarson spilaði ekki með rúmenska liðinu í kvöld. Bjarki Már Elísson var heldur ekki með Veszprém liðinu. Aron skoraði eitt mark úr einu skoti en átti einnig eina stoðsendingu og stal einum bolta samkvæmt tölfræði EHF. Hugo Descat var markahæstur hjá Veszprém með níu mörk. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia réðu ekki við Mathias Gidsel og félaga í Füchse Berlin í sömu keppni í kvöld. Füchse vann leikinn 36-29 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Fredericia byrjaði leikinn vel og var þremur mörkum yfir um tíma í fyrri hálfleik. Gidsel lét sér nægja að skora átta mörk en Lasse Andersson var markahæstur hjá Füchse með tólf mörk. Einar Þorsteinn Ólafsson var í liði Fredericia og skoraði eitt mark í leiknum. Hann fékk líka tvær brottvísanir. Veszprém er eitt á toppnum í sínum riðli en liðið hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum. Dinamo Búkarest er í fimmta sæti með fimm sigra í ellefu leikjum. Fredericia er síðan í botnsætinu í sama riðli en liðið hefur aðeins náð að vinna einn af ellefu leikjum sínum auk þess að gera eitt jafntefli. Þetta var þriðja tap liðsins í röð. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Veszprém vann sjö marka sigur á Dinamo Búkarest, 33-26, eftir að hafa verið 18-13 yfir í hálfleik. Þetta átti að vera Íslendingaslagur en Haukur Þrastarson spilaði ekki með rúmenska liðinu í kvöld. Bjarki Már Elísson var heldur ekki með Veszprém liðinu. Aron skoraði eitt mark úr einu skoti en átti einnig eina stoðsendingu og stal einum bolta samkvæmt tölfræði EHF. Hugo Descat var markahæstur hjá Veszprém með níu mörk. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia réðu ekki við Mathias Gidsel og félaga í Füchse Berlin í sömu keppni í kvöld. Füchse vann leikinn 36-29 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Fredericia byrjaði leikinn vel og var þremur mörkum yfir um tíma í fyrri hálfleik. Gidsel lét sér nægja að skora átta mörk en Lasse Andersson var markahæstur hjá Füchse með tólf mörk. Einar Þorsteinn Ólafsson var í liði Fredericia og skoraði eitt mark í leiknum. Hann fékk líka tvær brottvísanir. Veszprém er eitt á toppnum í sínum riðli en liðið hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum. Dinamo Búkarest er í fimmta sæti með fimm sigra í ellefu leikjum. Fredericia er síðan í botnsætinu í sama riðli en liðið hefur aðeins náð að vinna einn af ellefu leikjum sínum auk þess að gera eitt jafntefli. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira