Danir fela HM-styttuna Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 10:30 Mathias Gidsel með HM-styttuna verðmætu í fagnaðarhöldum Dana í miðborg Kaupmannahafnar 3. febrúar, daginn eftir að HM lauk. EPA/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar. Þeir sem vilja berja styttuna augum þurfa að flýta sér því hún verður í nokkra daga á danska Þjóðminjasafninu, í kjölfar þess að Danir unnu Króata í úrslitaleik HM í byrjun þessa mánaðar. Í kjölfarið verður styttan hins vegar sett í geymslu í bankahólfi á Sjálandi. „Hún verður geymd í bankahólfi. Annars yrðu tryggingarnar of dýrar. Það væri allt of dýrt að hafa hana til sýnis. Við erum með tryggingu en í henni felst að gripurinn verði geymdur í bankahólfi,“ segir Jan Kampmann, starfandi formaður danska handknattleikssambandsins, við Ekstra Bladet. Aðspurður hvort það væri leyndarmál hvar styttan væri geymd svaraði hann glottandi: „Ég er ekki með heimilisfangið.“ Metin á 130 milljónir króna Ljóst er að forráðamönnum IHF væri að mæta ef styttan skyldi týnast: „Þegar bikarinn var keyptur heyrði ég að hann hefði kostað um 900.000 evrur [rúmar 130 milljónir íslenskra króna],“ sagði Kampmann og bætti við: „Við höfðum ímyndað okkur að við fengjum eftirlíkingu sem hægt væri að hafa til sýnis en svo var ekki.“ Danir hafa orðið heimsmeistarar fjórum sinnum í röð en þeir lönduðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli árið 2019. Síðustu heimsmeistarar á undan Dönum voru Frakkar sem unnu titilinn 2015 og 2017. Frakkland hefur unnið titilinn oftast allra eða sex sinnum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Þeir sem vilja berja styttuna augum þurfa að flýta sér því hún verður í nokkra daga á danska Þjóðminjasafninu, í kjölfar þess að Danir unnu Króata í úrslitaleik HM í byrjun þessa mánaðar. Í kjölfarið verður styttan hins vegar sett í geymslu í bankahólfi á Sjálandi. „Hún verður geymd í bankahólfi. Annars yrðu tryggingarnar of dýrar. Það væri allt of dýrt að hafa hana til sýnis. Við erum með tryggingu en í henni felst að gripurinn verði geymdur í bankahólfi,“ segir Jan Kampmann, starfandi formaður danska handknattleikssambandsins, við Ekstra Bladet. Aðspurður hvort það væri leyndarmál hvar styttan væri geymd svaraði hann glottandi: „Ég er ekki með heimilisfangið.“ Metin á 130 milljónir króna Ljóst er að forráðamönnum IHF væri að mæta ef styttan skyldi týnast: „Þegar bikarinn var keyptur heyrði ég að hann hefði kostað um 900.000 evrur [rúmar 130 milljónir íslenskra króna],“ sagði Kampmann og bætti við: „Við höfðum ímyndað okkur að við fengjum eftirlíkingu sem hægt væri að hafa til sýnis en svo var ekki.“ Danir hafa orðið heimsmeistarar fjórum sinnum í röð en þeir lönduðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli árið 2019. Síðustu heimsmeistarar á undan Dönum voru Frakkar sem unnu titilinn 2015 og 2017. Frakkland hefur unnið titilinn oftast allra eða sex sinnum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira