One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Skoðun Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Ég stend með kennurum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Sjá meira
Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub) Setja í námsskrá í lögregluskólanum Það er mín skoðun að það ætti að vera sett í námskrá lögreglunema að enginn útskrifist sem lögreglumaður nema hafa verið með svona pjakka í tilsjón í að minnsta kosti 3 mánuði. Það gæti komið í veg fyrir að margir myndu taka one way ticket á Litla-Hrauni í framtíðinni. Byrjum alla vegana á því að hugsa út fyrir boxið. Köfum niður að skrúfunni á olíuskipinu og lögum hana þannig að það er hægt stefna í rétta átt þegar kemur að brotum barna og ungmenna. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum sem snúa að því að koma með nýja nálgun í málefnum ungmenna sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og mér sýnist það vera svo að það sé full ástæða til að endurskoða það hér í ljósi þess hvað hefur átt sér stað í Neðra-Breiðholti. Það hefur heyrst að þetta sé viðkvæmt mál og sér í lagi þar sem það er sagt að útlendingar eigi í hlut og fólk sem kemur úr öðrum menningarheimum. Það á ekki að skipta máli, bæði með almenna hagsmuni í huga og svo eru þetta börn og það breytir engu hvaða trúarbrögð eiga í hlut eða úr hvaða menningarheimum þau koma frá. Menning og þjóðerni á ekki að skipta máli Án þess að vera að draga ályktun um gerendur eða þjóðerni þeirra barna sem eiga hlut að máli í þessu máli í Breiðholtsskóla þá verður ekki horft fram hjá því að þetta eru börn og lögum samkvæmt eigum við að veita þeim þjónustu og aðstoða foreldra þeirra. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur seinna hundraðfallt eins og Svíar eru að díla við í dag. Þetta sem við erum að glíma við í dag er það sem aðrar Norðurlandaþjóðir voru að takast á við fyrir nokkrum áratugum og það mistókst að mörgu leyti og sér í lagi Svíþjóð en það er þar með ekki sagt að það þurfi að mistakast hér á landi, við höfum vítin að varast. Komum í veg fyrir að lenda í því sama og Svíar Þegar ég fór til Kaupmannahafnar árið 1995 til að kynna mér samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda sá ég nákvæmlega svona vinnu sem ég tel að muni gagnast okkur í dag. Þá voru það lögreglumenn sem voru að sinna og kenna einmitt gaurum af erlendum uppruna að fóta sig í samfélaginu. Staðreyndin er þessi og þannig hefur það verið í árþúsundir að líkur sækir líkan heim og ef við gerum ekki eitthvað róttækt í því að þjónusta þessa nýju landa okkar verður þetta fólk afgangsstærð í samfélaginu og við munum horfa upp á sænskan veruleika þar sem klíkumyndanir og glæpir munu stigmagnast með hverju árinu sem líður. Megum heldur ekki sprengja kerfin Við verðum að horfast í augu við það að þetta fólk sem er hingað komið þarf þjónustu en hins vegar verðum við líka að hafa mörk og landamæravörslu til að sprengja ekki kerfin okkar. Ég hef verið með hópastarf fyrir drengi sem voru á óæskilegri braut sem skilaði frábærum árangri og ég treysti mér alveg til að vera til ráðgjafar með þennan hóp í Breiðholti með yfir 30 ára reynslu með þessa drengi. Kannski hef ég ekki nógu fínt próf til þess að mati einhverra en ég bý að því að vera með reynslu báðum megin við borðið, ég átti bókina sem minn óvinn sem barn (gat ekki lesið mér til gagns) og svo hef ég unnið með olnbogabörnum samfélagsins í áratugi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir Skoðun