Viðskipti innlent

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.
Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís. Aðsend

Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða. 

„Með nýja appinu viljum við einfalda og bæta upplifun viðskiptavina okkar enn frekar,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.

„Við höfum hlustað á þarfir viðskiptavina og þróað lausn sem veitir meiri þægindi, betri yfirsýn og aukna hagsæld fyrir þá í formi fríðinda og afslátta.“

Ingunn segir að með appinu fái viðskiptavinir góða yfirsýn yfir öll sín viðskipti á einum stað auk þess að geta framvegis borgað með símanum.

„Þjónustustöðvar framtíðarinnar munu verða snjallari. Sjálfvirkar og stafrænar lausnir gera viðskiptavinum kleift að fá hraðvirka og þægilega þjónustu, hvort sem það er með sjálfsafgreiðslu, greiðslulausnum í gegnum snjallforrit eða sjálfvirkum hleðslustöðvum," segir Ingunn Svala.

Í tilkynningu kemur fram að hægt sé virkja appið með því að hlaða því niður og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Viðskiptavinur velur að fá Olís – ÓB kortið í símann og fyllir út þær upplýsingar sem beðið er um. Eftir það geti viðskiptavinur greitt með símanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×