Körfubolti

Braut hné­skelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steeve Ho You Fat verður ekki meira með á þessu tímabili.
Steeve Ho You Fat verður ekki meira með á þessu tímabili. Vísir/Anton Brink

Franski körfuboltamaðurinn Steeve Ho You Fat verður ekkert meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Bónus deild karla í körfubolta eftir að hafa meiðst illa á hné

Ho You Fat varð fyrir því óláni að brjóta hnéskel í leik á móti Haukum og verður því skiljanlega ekkert meira með Þórsurum á leiktíðinni.

Lárus Jónsson, þjálfari Þórsliðsins, staðfesti fréttirnar við íþróttadeild Sýnar.

Hann var ekki með liðinu í síðustu leikjum á móti Grindavík og Tindastól og náði bara að leika tvo leiki með félaginu eftir að hafa komið frá Haukum eftir áramót.

Ho You Fat skoraði 16 stig í fyrsta leik en var stigalaust í hinum, leiknum sem hann meiddist í á móti sínu gamla félagi. Með Haukum var hann með 14,5 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í leik.

Þetta er áfall fyrir Þórsliðið sem er í tíunda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Koma Ho You Fat var hluti af breytingum á leikmannahópnum eftir áramót og var ætlaði að styrkja liðið í baráttunni undir körfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×