Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 11:31 Miguel Martins er ánægður með að vera laus úr banni sem hann hefði aldrei átt að lenda í. Getty/Christian Charisius Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst. Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið. HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið.
HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti