Handbolti

Óðinn Þór marka­hæstur að venju

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór klikkaði ekki á skoti.
Óðinn Þór klikkaði ekki á skoti. @ehfel_official

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk úr átta skotum þegar lið hans Kadetten vann átta marka sigur á Kriens í efstu deild svissneska handboltans.

Óðinn Þór er algjör lykilmaður í liði Kadetten og fór fyrir sínum mönnum í dag þegar liðið vann 34-26 sigur. Um var að ræða toppslag deildarinnar en Kadetten trónir sem fyrr á toppnum, nú með 39 stig og níu stiga forskot á Kriens sem er í 2. sæti.

Í Austurríki var Tumi Steinn Rúnarsson markahæstur í liði Apla Hard sem vann Krems í toppslagnum þar í landi, lokatölur 36-30. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Apla Hard sem er komið á toppinn með 25 stig að loknum 16 leikjum.

Í efstu deild Frakklands skoraði Dagur Gautason þrjú mörk þegar Montpellier tapaði fyrir toppliði Nantes með tveggja marka mun á heimavelli, lokatölur 27-29. Dagur og félagar eru í 3. sæti með 25 stig, fimm minna en toppliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×