Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 11:35 Árásarmaðurinn var myndaður með bros á vör skömmu eftir árásina. X/EPA Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar. Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar.
Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35