Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2025 09:32 Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun