Fótbolti

Aron Einar og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aron Einar og félagar komust ekki áfram í sextán liða úrslit. 
Aron Einar og félagar komust ekki áfram í sextán liða úrslit.  Thekkayil/NurPhoto via Getty Images

Aron Einar Gunnarsson og félagar í katarska liðinu Al Gharafa hafa lokið keppni í Meistaradeild Asíu. Það varð ljóst eftir 4-2 tap gegn Al Ahli.

Al Gharafa hefði með sigri eða jafntefli komist í eitt af átta efstu sætunum í vesturdeildinni og haldið áfram í sextán liða úrslit gegn einu af topp átta liðunum í austurdeildinni.

Leikurinn fór líka vel af stað því Joselu kom Al Gharafa yfir á sjöttu mínútu með marki úr vítaspyrnu. Brahimi skoraði einnig úr vítaspyrnu fyrir Al Gharafa, á 80. mínútu, rétt eftir að Aron Einar var tekinn af velli fyrir Mohammed Muntari.

Al Ahli skoraði hins vegar fjögur mörk og fór með sigur.

Ivan Toney skoraði eftir rúmar tuttugu mínútur, Roberto Firmino bætti svo við og Galeno potaði þriðja markinu inn rétt fyrir hálfleik. Riyad Mahrez steig svo á vítapunktinn og skoraði í upphafi seinni hálfleiks.

Al Gharafa er því úr leik en Al Ahli heldur áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×