Lífið

Unnur Birna og Pétur selja rað­húsið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið.

Hjónin, Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pét­ur Rún­ar Heim­is­son, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa sett raðhús sitt við Kjarrmóa í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 142,5 milljónir.

Hjónin festu kaup á húsinu árið 2018 og greiddu 74,9 milljónir fyrir. Heimili Unnar Birnu og Péturs er afar glæsilegt þar sem ljósir litatónar og mínímalísk hönnun ræður ríkjum. 

Um er að ræða bjart og vel skipulagt 140 fermetra raðhús á tveimur hæðum ásamt risi sem var byggt árið 1982. 

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og rúmgóðu rými með útgengi á suðursvalir sem leiðir niður í afgirtan garð með timburpalli og heitum potti. Á gólfum er ljóst viðarparket. 

Í eldhúsinu er hvít og stílhrein innrétting með góðu skápaplássi. Fyrir miðju er stór eldhúseyja með granít á borðum. 

Í húsinu eru samtals fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.