Innlent

Sátta­semjari fundaði með for­ystu Kennarasambandsins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fundaði í morgun með forystu Kennarasambands Íslands. Á myndinni er Ástráður til vinstri og formaður Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, til hægri.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fundaði í morgun með forystu Kennarasambands Íslands. Á myndinni er Ástráður til vinstri og formaður Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, til hægri. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara.

Þá hefur heldur ekki verið boðað til formlegs fundar samninganefnda sveitarfélaga og leik- og grunnskólakennara frá því að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra fyrir um tíu dögum. 

„Við erum á nákvæmlega sama stað og áður,“ segir Ástráður.

Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á föstudag verði ekki samið í kjaradeilunni. Þá hefur einnig verið boðað til verkfalla í leikskólum Kópavogs og öllum grunnskólum Hveragerðis, Akraness og Ölfuss í mars. Ótímabundið verkfall stendur yfir í Leikskóla Snæfellsbæjar en það hófst 1. febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir

„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“

Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn.

Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli

Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×