Handbolti

Sel­foss sá ekki til sólar á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hafdís Renötudóttir var frábær í kvöld.
Hafdís Renötudóttir var frábær í kvöld. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.

Selfyssingar byrjuðu leikinn reyndar vel, skoruðu fyrsta markið og leiddu í kjölfarið fyrstu mínúturnar. Það var hins vegar eftir tíu mínútna leið sem heimakonur gáfu í og skoruðu fjögur mörk í röð.

Eftir það var ekki aftur snúið og öruggur sigur Vals staðreynd. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með 8 mörk. Lilja Ágústsdóttir kom þar á eftir með 4 mörk en alls komust tólf leikmenn Vals á blað í leiknum. Þá varði Hafdís Renötudóttir 15 skot í markinu og var með 42 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Hulda Hrönn Bragadóttir og Harpa Valey Gylfadóttir voru allar með 4 mörk í liði gestanna. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði þá 12 skot í markinu.

Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 32 stig. Selfoss er hins vegar í 4. sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×