Fótbolti

Fleygði leik­manni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gasperini var ekki glaður.
Gasperini var ekki glaður. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, var allt annað en sáttur við Ademola Lookman, leikmann liðsins, eftir 3-1 tap fyrir Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Lookman skoraði eina mark Atalanta í leiknum en í stöðunni 3-1 fékk Atalanta vítaspyrnu á 61. mínútu leiksins. Lookman steig á punktinn en lét Simon Mignolet, markvörð Club Brugge, verja frá sér.

Klippa: Vítaklúður Lookman

Lookman átti ekki að taka spyrnuna ef marka má þjálfara hans sem var hreint ekki sáttur í viðtali eftir leik.

„Lookman er ein versta vítaskytta sem ég hef nokkurn tíma séð, meira segja á æfingum er hann slakur. Retegui og De Ketelaere voru þarna en hann tók vítið. Ég var ekki ánægður með það,“ sagði Gasperini.

Vítaspyrnuna má sjá í spilaranum.

Fjórir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Stórleikur kvöldsins er milli Real Madrid og Manchester City á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×