Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stéttarfélög Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun