Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar 20. febrúar 2025 11:02 Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Því hefur verið haldið fram að falli tollar niður af þessari vöru sé ekki bara skógareyðing í Asíu í uppsiglingu, heldur líklegt að tugir kúabúa á Íslandi leggist af og bæði fæðuöryggi og byggðafestu í landinu verði í hættu stefnt. Það munar ekki um það. Horfið aftur til ástandsins fyrir mitt ár 2020 Sömuleiðis hefur verið látið í það skína að með áformunum um lagasetningu sé verið að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hafi haft lengi. Það er rangfærsla. Það væri eingöngu verið að hverfa aftur til þess ástands, sem ríkti um langt árabil, eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. Innflutningur á slíkum vörum hafði átt sér stað í smáum stíl árum saman. Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði. Ekki bárust neinar fregnir af fjöldagjaldþrotum bænda vegna þessa innflutnings. Mjólkursamsalan sá hins vegar ofsjónum yfir því að sitja ekki lengur ein að markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða á pitsur og aðrar matvörur og lagði því upp í þá vegferð, ásamt Bændasamtökum Íslands, að fá ostablönduna endurtollflokkaða, þannig að hún bæri háa tolla. Það tókst hjá þeim á miðju ári 2020. Málsmeðferð stjórnvalda var makalaus og ekki rúm til að rekja hana hér, en það hefur greinarhöfundur gert áður hér á Vísi. Hagsmunir innflytjenda, veitinga- og matvælafyrirtækja og neytenda Mjólkursamsalan er einokunarfyrirtæki, sem varð til í skjóli undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og hárra innflutningstolla. Veitingamenn og matvælafyrirtæki tóku því fagnandi að vera ekki ofurseld þessum eina birgja, heldur að eiga aðra kosti, sem gerðu þeim kleift að bjóða neytendum vörur sínar á hagstæðara verði. Þegar talsmenn landbúnaðarins segja að málið snúist um hagsmuni innflutningsfyrirtækja hafa þeir að hluta til rétt fyrir sér, en það snýst ekki síður um að einokunarrisinn hafi einhverja samkeppni og að veitinga- og matvælafyrirtæki og neytendur eigi fleiri kosti. Það eru mikilvægustu hagsmunirnir hér. Er samkeppni alls ekki tækifæri? Þegar málinu er stillt þannig upp að tollfrjáls innflutningur á jurtaolíublönduðum pitsuosti muni leiða til stórfellds samdráttar í mjólkurframleiðslu, er verið að gefa sér að samkeppni við einokunarrisann leiði alltaf til verstu mögulegrar niðurstöðu. Víða í atvinnulífinu fagna fyrirtæki samkeppni og líta á hana sem tækifæri til að gera betur, en það virðist ekki tilfellið þegar um MS og aðstandendur hennar í hópi bænda er að ræða. Þetta er ákaflega ólíkt viðbrögðum grænmetisbænda við því þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra beitti sér fyrir því árið 2002 að tollar á nokkrum helztu framleiðsluvörum þeirra féllu niður. Grænmetisbændur mættu samkeppninni með frábærri vöruþróun og markaðssetningu og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni við innflutning af því að neytendur kaupa jafnan alla þeirra framleiðslu, jafnvel þótt hún sé dýrari en innflutta varan. Gæti verið að MS hefði gott af samkeppni á markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða - og myndi jafnvel selja meira af honum þegar upp væri staðið? Af hverju er ekki mjólk frá íslenzkum bændum í skyrinu? Það er umhugsunarefni þegar sex samtök framleiðenda í landbúnaði lýsa því yfir að með fyrirhugaðri lagasetningu væri verið að færa hundruð milljóna króna á ársgrundvelli til erlendra bænda og það megi ekki undir neinum kringumstæðum eiga sér stað. Það er nefnilega einmitt þetta sem Mjólkursamsalan hefur gert á hverju ári undanfarin ár í alþjóðlegri markaðssókn sinni með „íslenzkt“ skyr. Dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur, selur skyr í gegnum ýmsa samstarfsaðila á fjölda erlendra markaða. Einhverra hluta vegna er það svo að MS kýs að flytja ekki út skyr úr mjólk íslenzkra bænda nema í litlum mæli. Fyrirtækið nýtir til dæmis aðeins brot af þeim 4.000 tonna tollfrjálsa innflutningskvóta sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (hagsmunagæzluarmur Mjólkursamsölunnar) beittu sér fyrir að íslenzk stjórnvöld semdu um við Evrópusambandið árið 2015. Sama má segja um tollkvóta fyrir skyr sem Ísland fékk á Bretlandsmarkaði eftir Brexit. Þess í stað er „íslenzka“ skyrið framleitt úr mjólk frá bændum á þeim mörkuðum þar sem Ísey útflutningur starfar. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að sækja um upprunaverndun á íslenzka skyrinu eins og t.d. íslenzka lambakjötið nýtur. 95% úr útlendri mjólk Tölur um sölu á Ísey skyrinu á alþjóðlegum vettvangi liggja ekki á lausu fyrir allra síðustu ár, en árið 2022 upplýsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins að samstarfsaðilar MS hefðu selt um 20 þúsund tonn af „íslenzku“ skyri víða um heim árið áður. Það ár voru hins vegar aðeins flutt út tæplega þúsund tonn af skyri, sem þýðir að a.m.k. nítján þúsund tonn af „íslenzka“ skyrinu, eða 95%, voru framleidd úr útlendri mjólk. Þetta gerist þrátt fyrir að það sé margyfirlýst markmið MS og tengdra fyrirtækja að auka útflutning á skyri úr íslenzkri mjólk. Stjórnendur MS hafa aldrei útskýrt þetta með neinum skiljanlegum hætti. Getur stjórnarformaðurinn spurt stjórnarformanninn? Fyrst samtök framleiðenda í landbúnaði hafa svona miklar áhyggjur af því að viðskipti færist kannski til erlendra bænda vegna lækkunar tolla á jurtaolíublönduðum pitsuosti, ættu þau að krefja Mjólkursamsöluna skýringa á því hvers vegna hún hefur verzlað við erlenda bændur fyrir hundruð milljóna króna á undanförnum árum til að framleiða „íslenzkt“ skyr fremur en að flytja út skyr úr mjólk frá íslenzkum bændum. Það ættu t.d. að vera hæg heimatökin hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru ein framleiðendasamtakanna sex, að fá upplýsingar hjá MS, en formaður SAM er einmitt líka stjórnarformaður MS. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Ólafur Stephensen Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Því hefur verið haldið fram að falli tollar niður af þessari vöru sé ekki bara skógareyðing í Asíu í uppsiglingu, heldur líklegt að tugir kúabúa á Íslandi leggist af og bæði fæðuöryggi og byggðafestu í landinu verði í hættu stefnt. Það munar ekki um það. Horfið aftur til ástandsins fyrir mitt ár 2020 Sömuleiðis hefur verið látið í það skína að með áformunum um lagasetningu sé verið að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hafi haft lengi. Það er rangfærsla. Það væri eingöngu verið að hverfa aftur til þess ástands, sem ríkti um langt árabil, eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. Innflutningur á slíkum vörum hafði átt sér stað í smáum stíl árum saman. Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði. Ekki bárust neinar fregnir af fjöldagjaldþrotum bænda vegna þessa innflutnings. Mjólkursamsalan sá hins vegar ofsjónum yfir því að sitja ekki lengur ein að markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða á pitsur og aðrar matvörur og lagði því upp í þá vegferð, ásamt Bændasamtökum Íslands, að fá ostablönduna endurtollflokkaða, þannig að hún bæri háa tolla. Það tókst hjá þeim á miðju ári 2020. Málsmeðferð stjórnvalda var makalaus og ekki rúm til að rekja hana hér, en það hefur greinarhöfundur gert áður hér á Vísi. Hagsmunir innflytjenda, veitinga- og matvælafyrirtækja og neytenda Mjólkursamsalan er einokunarfyrirtæki, sem varð til í skjóli undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og hárra innflutningstolla. Veitingamenn og matvælafyrirtæki tóku því fagnandi að vera ekki ofurseld þessum eina birgja, heldur að eiga aðra kosti, sem gerðu þeim kleift að bjóða neytendum vörur sínar á hagstæðara verði. Þegar talsmenn landbúnaðarins segja að málið snúist um hagsmuni innflutningsfyrirtækja hafa þeir að hluta til rétt fyrir sér, en það snýst ekki síður um að einokunarrisinn hafi einhverja samkeppni og að veitinga- og matvælafyrirtæki og neytendur eigi fleiri kosti. Það eru mikilvægustu hagsmunirnir hér. Er samkeppni alls ekki tækifæri? Þegar málinu er stillt þannig upp að tollfrjáls innflutningur á jurtaolíublönduðum pitsuosti muni leiða til stórfellds samdráttar í mjólkurframleiðslu, er verið að gefa sér að samkeppni við einokunarrisann leiði alltaf til verstu mögulegrar niðurstöðu. Víða í atvinnulífinu fagna fyrirtæki samkeppni og líta á hana sem tækifæri til að gera betur, en það virðist ekki tilfellið þegar um MS og aðstandendur hennar í hópi bænda er að ræða. Þetta er ákaflega ólíkt viðbrögðum grænmetisbænda við því þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra beitti sér fyrir því árið 2002 að tollar á nokkrum helztu framleiðsluvörum þeirra féllu niður. Grænmetisbændur mættu samkeppninni með frábærri vöruþróun og markaðssetningu og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni við innflutning af því að neytendur kaupa jafnan alla þeirra framleiðslu, jafnvel þótt hún sé dýrari en innflutta varan. Gæti verið að MS hefði gott af samkeppni á markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða - og myndi jafnvel selja meira af honum þegar upp væri staðið? Af hverju er ekki mjólk frá íslenzkum bændum í skyrinu? Það er umhugsunarefni þegar sex samtök framleiðenda í landbúnaði lýsa því yfir að með fyrirhugaðri lagasetningu væri verið að færa hundruð milljóna króna á ársgrundvelli til erlendra bænda og það megi ekki undir neinum kringumstæðum eiga sér stað. Það er nefnilega einmitt þetta sem Mjólkursamsalan hefur gert á hverju ári undanfarin ár í alþjóðlegri markaðssókn sinni með „íslenzkt“ skyr. Dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur, selur skyr í gegnum ýmsa samstarfsaðila á fjölda erlendra markaða. Einhverra hluta vegna er það svo að MS kýs að flytja ekki út skyr úr mjólk íslenzkra bænda nema í litlum mæli. Fyrirtækið nýtir til dæmis aðeins brot af þeim 4.000 tonna tollfrjálsa innflutningskvóta sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (hagsmunagæzluarmur Mjólkursamsölunnar) beittu sér fyrir að íslenzk stjórnvöld semdu um við Evrópusambandið árið 2015. Sama má segja um tollkvóta fyrir skyr sem Ísland fékk á Bretlandsmarkaði eftir Brexit. Þess í stað er „íslenzka“ skyrið framleitt úr mjólk frá bændum á þeim mörkuðum þar sem Ísey útflutningur starfar. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að sækja um upprunaverndun á íslenzka skyrinu eins og t.d. íslenzka lambakjötið nýtur. 95% úr útlendri mjólk Tölur um sölu á Ísey skyrinu á alþjóðlegum vettvangi liggja ekki á lausu fyrir allra síðustu ár, en árið 2022 upplýsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins að samstarfsaðilar MS hefðu selt um 20 þúsund tonn af „íslenzku“ skyri víða um heim árið áður. Það ár voru hins vegar aðeins flutt út tæplega þúsund tonn af skyri, sem þýðir að a.m.k. nítján þúsund tonn af „íslenzka“ skyrinu, eða 95%, voru framleidd úr útlendri mjólk. Þetta gerist þrátt fyrir að það sé margyfirlýst markmið MS og tengdra fyrirtækja að auka útflutning á skyri úr íslenzkri mjólk. Stjórnendur MS hafa aldrei útskýrt þetta með neinum skiljanlegum hætti. Getur stjórnarformaðurinn spurt stjórnarformanninn? Fyrst samtök framleiðenda í landbúnaði hafa svona miklar áhyggjur af því að viðskipti færist kannski til erlendra bænda vegna lækkunar tolla á jurtaolíublönduðum pitsuosti, ættu þau að krefja Mjólkursamsöluna skýringa á því hvers vegna hún hefur verzlað við erlenda bændur fyrir hundruð milljóna króna á undanförnum árum til að framleiða „íslenzkt“ skyr fremur en að flytja út skyr úr mjólk frá íslenzkum bændum. Það ættu t.d. að vera hæg heimatökin hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru ein framleiðendasamtakanna sex, að fá upplýsingar hjá MS, en formaður SAM er einmitt líka stjórnarformaður MS. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun