Þar verður fjallað um mikilvægi barnaverndar og tilkynningarskyldunnar í íþrótta- og frístundastarfi, mikilvægi inngildingar í íþrótta- og frístundastarfi og einnig verða kynnt verkfæri sem gott er að hafa við höndina þegar vaknar grunur um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi.
Lögð verður áhersla á ráð, lausnir og gagnleg verkfæri til að styðja við starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar.
Fundarstjóri er Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Haldin eru þrjú 10–15 mínútna erindi:
- Barnavernd - hver á að tilkynna hvað? – Bergdís Ýr Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi hjá Barna- og fjölskyldustofu.
- Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs – Kristín Skjaldardóttir, Samskiptaráðgjafi íþrótta-og æskulýðsstarfs
- Inngilding barna í íþrótta- og frístundastarf – Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs
Öll erindin miða að því að gefa starfsfólki innan æskulýðs- og íþróttahreyfingarinnar innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna