Segir menntuð fífl hættuleg fífl Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 16:12 Lýður fettir fingur út í það sem hann telur sérfræðingablæti þeirra Huldu og Þorsteins: „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Vísir Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. „Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
„Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira