Afkoma ársins undir væntingum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. febrúar 2025 20:05 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 739 milljónum króna árið 2024 samanborið við 3.544 milljónir króna árið 2023. Tap eftir skatta fyrir virðirýrnun nam 357 milljónum samanborið við 2.109 króna hagnað í fyrra. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að ársreikningur Sýnar hf. fyrir árið 2024 hafi verið samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarkostnaður eykst lítillega Þar kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar árið 2024 hafi numið 21.647 milljónum króna samanborið við 21.746 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á árinu 2023. Tekjur á kjarnastarfsemi hafi aukist um 4,4 prósent og auglýsingasala um 10 prósent sem skýrist einkum af hækkun í auglýsingasölu sjónvarps sem hækkaði um 40,8 prósent. Heilt yfir hafi auglýsingatekjur á öllum miðlum þó verið undir væntingum á fjórða ársfjórðungi. Rekstrarkostnaður nam 6.780 milljónum króna á árinu og eykst um 3,6 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam eins og fram kom 739 milljónum króna. Heildar fjárfestingar á árinu námu 3.937 milljónum króna. Þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 714 milljónir króna. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun þann 8. febrúar síðastliðinn og upplýsti að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) yrði undir útgefnu spámarki ársins 2024, eða í kringum 700 m.kr. Var það meðal annars skýrt með lækkun auglýsingatekna og sölu sjónvarpsáskrifta samanborið við áætlun. Auk þess var eignfærsla launakostnaðar nokkuð minni en búist var við og brunatjón hafði neikvæð áhrif á tekjumyndun og kostnað. Enski boltinn kemur aftur Fram kemur að Sýn hefji að nýju útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um miðjan ágúst næstkomandi. Samningur Sýnar og Premier League nái til næstu þriggja keppnistímabila og gildi fram á mitt ár 2028. „Íþróttadeild Sýnar mun bjóða upp á spennandi nýjungar í umfjöllun og dagskrárgerð í tengslum við Enska boltann. Sýn hefur einnig sýnt alla leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í opinni dagskrá og mun gera áfram á nýju ári. Sýn er einnig rétthafi Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar, líkt og fyrri ár,“ segir í tilkynningunni. Umfangsmiklar hagræðingaaðgerðir í rekstri samstæðunnar og stefnumótun séu að baki og markmið um lækkun rekstrarkostnaðar hafi gengið eftir. Þó sé gert ráð fyrir hóflegri hækkun á rekstrarkostnaði til að styðja við innleiðingu stefnu og aukna markaðssókn sem muni skila Sýn virði til framtíðar. Þá segir að rekstrarspá stjórnenda geri ráð fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) verði á bilinu 800-1.200 m.kr. á árinu 2025. Sú spá geri ekki ráð fyrir frekari lækkun kostnaðar við rekstur fjarskiptainnviða í gegnum víðtækara samstarf á vettvangi Sendafélagsins. Afkoman undir væntingum „Afkoma ársins 2024 var undir okkar væntingum en mikilvægar og nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar á rekstri samstæðunnar. Við settum okkur metnaðarfull markmið að lækka rekstrarkostnað á ársgrundvelli og náðum við góðum árangri á því sviði. Kjarasamningsbundnar hækkanir og hækkanir birgja höfðu þó á móti neikvæð rekstrarleg áhrif. Áhrif verðbólgu mun hafa áhrif á rekstrarkostnað á þessu ári en við munum áfram leita allra leiða til að lágmarka yfirbyggingu og lækka rekstrarkostnað, m.a. með samstarfi við aðra aðila á markaði í rekstri fjarskiptainnviða. Skilvirkni og samvinna hefur verið aukin meðal allra rekstrareininga sem gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini enn betur og auka arðsemina á komandi ári,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted forstjóra. Hún segist hafa fulla trú á að náist að auka rekstrarhagnað af kjarnastarfsemi undanfarinna ára verulega. „Við verðum þung í fjárfestingum á árinu vegna einskiptis kostnaðar við innleiðingu á nýrri stefnu, breyttri ásýnd félagsins og Enski boltinn er að koma heim. Stígandi verður í tekjum og arðsemi eftir því sem líður á árið og gert er ráð fyrir að síðari hluti ársins verði umtalsvert betri en sá fyrri. Enski boltinn, vinsælasta sjónvarpsefni landsins, er á leið aftur til okkar og leiknir verða 380 leikir á komandi leiktíð. Við skynjum mikla eftirvæntingu á meðal okkar viðskiptavina og starfsfólks fyrir komandi tímabili sem hefst þann 16. ágúst næstkomandi. Sögulega hefur afþreyingarefni í sjónvarpi, og þá sérstaklega Enski boltinn, haft mikil áhrif á hvar viðskiptavinir kjósa að kaupa farsímaþjónustu og gagnaflutninga. Við munum bjóða þá velkomna aftur sem og aðra viðskiptavini sem vilja sitja í besta sætinu með okkur og njóta þess að sjá allt vinsælasta íþróttaefni sem í boði er á einum stað.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Sýn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að ársreikningur Sýnar hf. fyrir árið 2024 hafi verið samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarkostnaður eykst lítillega Þar kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar árið 2024 hafi numið 21.647 milljónum króna samanborið við 21.746 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á árinu 2023. Tekjur á kjarnastarfsemi hafi aukist um 4,4 prósent og auglýsingasala um 10 prósent sem skýrist einkum af hækkun í auglýsingasölu sjónvarps sem hækkaði um 40,8 prósent. Heilt yfir hafi auglýsingatekjur á öllum miðlum þó verið undir væntingum á fjórða ársfjórðungi. Rekstrarkostnaður nam 6.780 milljónum króna á árinu og eykst um 3,6 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam eins og fram kom 739 milljónum króna. Heildar fjárfestingar á árinu námu 3.937 milljónum króna. Þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 714 milljónir króna. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun þann 8. febrúar síðastliðinn og upplýsti að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) yrði undir útgefnu spámarki ársins 2024, eða í kringum 700 m.kr. Var það meðal annars skýrt með lækkun auglýsingatekna og sölu sjónvarpsáskrifta samanborið við áætlun. Auk þess var eignfærsla launakostnaðar nokkuð minni en búist var við og brunatjón hafði neikvæð áhrif á tekjumyndun og kostnað. Enski boltinn kemur aftur Fram kemur að Sýn hefji að nýju útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um miðjan ágúst næstkomandi. Samningur Sýnar og Premier League nái til næstu þriggja keppnistímabila og gildi fram á mitt ár 2028. „Íþróttadeild Sýnar mun bjóða upp á spennandi nýjungar í umfjöllun og dagskrárgerð í tengslum við Enska boltann. Sýn hefur einnig sýnt alla leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í opinni dagskrá og mun gera áfram á nýju ári. Sýn er einnig rétthafi Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar, líkt og fyrri ár,“ segir í tilkynningunni. Umfangsmiklar hagræðingaaðgerðir í rekstri samstæðunnar og stefnumótun séu að baki og markmið um lækkun rekstrarkostnaðar hafi gengið eftir. Þó sé gert ráð fyrir hóflegri hækkun á rekstrarkostnaði til að styðja við innleiðingu stefnu og aukna markaðssókn sem muni skila Sýn virði til framtíðar. Þá segir að rekstrarspá stjórnenda geri ráð fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) verði á bilinu 800-1.200 m.kr. á árinu 2025. Sú spá geri ekki ráð fyrir frekari lækkun kostnaðar við rekstur fjarskiptainnviða í gegnum víðtækara samstarf á vettvangi Sendafélagsins. Afkoman undir væntingum „Afkoma ársins 2024 var undir okkar væntingum en mikilvægar og nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar á rekstri samstæðunnar. Við settum okkur metnaðarfull markmið að lækka rekstrarkostnað á ársgrundvelli og náðum við góðum árangri á því sviði. Kjarasamningsbundnar hækkanir og hækkanir birgja höfðu þó á móti neikvæð rekstrarleg áhrif. Áhrif verðbólgu mun hafa áhrif á rekstrarkostnað á þessu ári en við munum áfram leita allra leiða til að lágmarka yfirbyggingu og lækka rekstrarkostnað, m.a. með samstarfi við aðra aðila á markaði í rekstri fjarskiptainnviða. Skilvirkni og samvinna hefur verið aukin meðal allra rekstrareininga sem gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini enn betur og auka arðsemina á komandi ári,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted forstjóra. Hún segist hafa fulla trú á að náist að auka rekstrarhagnað af kjarnastarfsemi undanfarinna ára verulega. „Við verðum þung í fjárfestingum á árinu vegna einskiptis kostnaðar við innleiðingu á nýrri stefnu, breyttri ásýnd félagsins og Enski boltinn er að koma heim. Stígandi verður í tekjum og arðsemi eftir því sem líður á árið og gert er ráð fyrir að síðari hluti ársins verði umtalsvert betri en sá fyrri. Enski boltinn, vinsælasta sjónvarpsefni landsins, er á leið aftur til okkar og leiknir verða 380 leikir á komandi leiktíð. Við skynjum mikla eftirvæntingu á meðal okkar viðskiptavina og starfsfólks fyrir komandi tímabili sem hefst þann 16. ágúst næstkomandi. Sögulega hefur afþreyingarefni í sjónvarpi, og þá sérstaklega Enski boltinn, haft mikil áhrif á hvar viðskiptavinir kjósa að kaupa farsímaþjónustu og gagnaflutninga. Við munum bjóða þá velkomna aftur sem og aðra viðskiptavini sem vilja sitja í besta sætinu með okkur og njóta þess að sjá allt vinsælasta íþróttaefni sem í boði er á einum stað.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Sýn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira