Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:47 Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Grunnskólar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun