Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Gordon og Alexander Isak fagna mark þess síðarnefnda í 4-3 sigri Newcastle United í dag.
Anthony Gordon og Alexander Isak fagna mark þess síðarnefnda í 4-3 sigri Newcastle United í dag. Getty/Richard Sellers

Newcastle lenti snemma undir á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en svöruðu með fjórum mörkum á ellefu mínútum og enduðu á að vinna leik liðanna 4-3.

Sigurinn kemur Newcastle upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, liðið er nú með jafnmörg stig og City sem er í fjórða sætinu en mætir Liverpool á eftir. Newcastle hoppaði upp fyrir Bournemouth, Aston Villa og Chelsea.

Forest er siðan þremur sætum ofar en þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins. Þetta hefur verið mikið ævintýri hjá Nottingham Forest í vetur en það gæti verið erfitt fyrir liðið að halda þetta út eins og sást í þessum leik.

Liðið gafst ekki upp í þessum leik þrátt fyrir martraðarmínútur og voru nálægt því að jafna metin í lokin.

Callum Hudson-Odoi kom Nottingham Forest þó í 1-0 strax á sjöttu mínútu þegar hann komst inn í sendingu og skoraði með skoti fyrir utan teiginn.

Newcastle hafði byrjað leikinn miklu betur en slæm mistök gáfu þetta mark.

Newcastle átti hins vegar svar og það mörk svör. Liðið skoraði fjögur mörk á ellefu mínútum eða frá 23. til 34. mínútu.

Lewis Miley og Jacob Murphy skoruðu fyrstu tvö og komu Newcastle yfir.

Svíinn Alexander Isak skoraði síðan tvö mörk á tveimur mörkum. Fyrst úr vítaspyrnu á 33. mínútu og svo með skoti úr teignum á 34. mínútu. Hann er kominn með nítján deildarmörk á tímabilinu eða jafnmörg mörk og Erling Haaland.

Eftir þenann ótrúlega ellefu mínútna kafla í fyrri hálfleiknum bjuggust flestir við enn fleiri mörkum en seinni hálfleikur Newcastle liðsins var ekki sannfærandi.

Forest náði hins vegar að minnka muninn á 63. mínútu þegar Nikola Milenkovic skoraði eftir fast leikatriði. Forest menn fengu síðan tækifæri til að minnka muninn enn frekar.

Þeim tókst þó ekki að skora þriðja markið fyrra á 90. mínútu þegar varamaðurinn Ryan Yates skoraði.

Newcastle var búið að gefa mikið eftir í leiknum og gat að lokum þakkað fyrir að sleppa í burtu með öll þrjú stigin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira