Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 11:29 Kjaraviðræður kennara hafa staðið í marga mánuði. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira