Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar 22. febrúar 2025 15:30 Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar