Handbolti

Þor­steinn Leó og fé­lagar upp í topp­sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto síðasta sumar og liðið gæti unnið titilinn.
Þorsteinn Leó Gunnarsson gekk til liðs við Porto síðasta sumar og liðið gæti unnið titilinn. vísir/Anton

Íslenski landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu þrettán marka stórsigur í portúgölsku handboltadeildinni í dag og náðu fyrir vikið eins stigs forskoti á toppnum.

Porto vann 39-26 heimasigur á Martimo, liði sem er í fjórða sæti deildarinnar. Porto var 17-12 yfir í hálfleik.

Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í leiknum en markahæsti maður liðsins var Jose Ferreira með átta mörk.

Þetta var níundi deildarsigur Porto í röð.

Porto er með 58 stig eða einu meira en Benfica sem á leik inni. Sporting er síðan með 55 stig en á tvo leiki inni á Porto. Stiven Tobar Valencia spilar með Benfica og Orri Freyr Þorkelsson með Sporting.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×