VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 22:15 VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni. Vísir/Hulda Margrét VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan. Eurovision Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan.
Eurovision Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira