Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konudagur Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun