Lífið

Heillandi heimili í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Árið 2020 var ráðist í umfangsmiklar endurbætur þar sem eldhúsið var flutt inn í alrýmið, hurðarop stækkuð og stofan opnuð enn frekar.
Árið 2020 var ráðist í umfangsmiklar endurbætur þar sem eldhúsið var flutt inn í alrýmið, hurðarop stækkuð og stofan opnuð enn frekar.

Við Mávahlíð í Reykjavík er að finna heillandi 92 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1946. Eignin hefur verið endurnýjuð af smekkvísi með virðingu fyrir upprunalegri hönnun hússins. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Íbúðin er björt og rúmgóð og skiptist í forstofu, fallegt alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa renna saman, tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Úr alrýminu er útgengt á suðursvalir. 

Eignin var endurnýjuð árið 2020 á smekklegan og vandaðan máta með tilliti til upprunalegs byggingarstíls.  Eldhúsið var flutt inn í alrýmið, hurðarop stækkuð og stofan opnuð enn frekar. Baðherbergi var tekið í gegn og flísalagt að hluta. 

Hvít og stílhrein innrétting prýðir eldhúsið en á veggjunum eru grænar Subway-flísar í aðalhlutverki og gefa rýminu mikinn karakter. Fyrir miðju er eldhúseyja með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu.

Nánari upplýsingar um eignina má nálagast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.