Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:33 Það var ansi gott VÆB hjá samnefndum bræðrum á laugardagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Sjá meira