Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 21:00 Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun