Í tilkynningu frá Wisefish segir að Viðar hafi stundað meistaranám í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum og sé einnig með meistaragráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.
„Hann hefur víðtæka reynslu úr sjávarútveginum og hefur meðal annars starfað hjá Skaginn 3X, Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) og síðast sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vélfagi.
Wisefish er leiðandi í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja. Lausnir Wisefish hafa verið í stöðugri þróun í yfir tvo áratugi og eru nýttar í mörgum af stærstu sjávarútvegsfélögum Íslands sem og í fjölda annara landa,“ segir í tilkynningunni.