Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 09:52 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. „Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér. Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
„Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér.
Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira