Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Margrét Skúladóttir og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 14:02 Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar