Grínistinn ber heitið Jason Scoop og var klæddur upp sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir utan heimili leikarans. Hann sagði meðal annars við leikarann að hann myndi bjóða honum sakaruppgjöf fyrir að hafa „myrt þessa konu,“ gegn því að leikarinn myndi kyssa hring hans. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.
Scoop birti myndband af athæfinu á Instagram síðu sinni. Þar sést Alec Baldwin vera að koma ferðatöskum fyrir í skotti bíls fyrir utan heimili sitt. Leikarinn hélt í fyrstu ró sinni yfir áreitninni en Scoop hélt áfram að þjarma að honum og gantast með andlát samstarfskonu hans Alyssu Hutchins sem lést á setti kvikmyndarinnar Rust eftir að skot hljóp úr byssu leikarans.
Sést þá í myndbandinu hvar Baldwin þrýtur þolinmæðin. Hann gerir grínistanum það ljóst að börn hans búi í húsinu. Svo segir hann honum að væri myndavélinni ekki á staðnum myndi hann hálsbrjóta grínistann fyrir athæfið.