Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar 26. febrúar 2025 10:16 Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar