Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar 26. febrúar 2025 13:32 Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun