Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum

Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum miðað við flesta mælikvarða.
Tengdar fréttir

Hátt raungengi að nálgast „þolmörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir
Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar
Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt.