James var meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur táningsstúlkum, annarri á heimili hennar og hinni í bifreið.
Hann var handtekinn í ársbyrjun 2022 en hann var þá að læra að verða lögreglumaður.
„Mér finnst eins og mótunarárin á táningsaldri hafi verið tekin af mér. Ég velti alltaf fyrir mér hvernig stelpa ég hefði orðið ef ég hefði ekki hitt þig,“ sagði önnur stúlknanna í yfirlýsingu sinni í réttarsal.
James þarf að sitja tvo þriðju af dómnum af sér og verður auk þess ævilangt á lista yfir kynferðisafbrotamenn.
James, sem er 35 ára, keppti í hundrað metra flugsundi á Ólympíuleikunum í London 2012. Hann vann silfur í sömu grein á Samveldisleikunum tveimur árum fyrr.