Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 20:01 Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. Vísir/Vilhelm Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið. Efnislega eru samningarnir keimlíkir þeim sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði á föstudag en mestu munaði um tvær meginbreytingar, annars vegar tillaga um að setja á fót forsendunefnd sem falið væri að skera úr um deilumál á samningstímabili og hins vegar frestun gildistíma uppsagnarákvæðis um einn mánuð. Í fyrsta lagi verður hægt að segja samningnum upp 1. mars 2027. Forsendunefndin breytti öllu „Við komum með nýja tillögu inn í þetta forsenduákvæði um forsendunefnd sem hjálpar okkur að greiða úr deilum ef þær koma upp og minnkar líkur verulega á því að samningum verði sagt upp. Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka og það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsforkólfar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa í dag lýst undrun sinni yfir þeim hækkunum sem kennarar náðu í gegn í ljósi þess að í mars í fyrra sömdu Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn undir stöðugleika- og velferðarsamninga sem einkenndust af vægum launahækkunum en ríkulegri aðkomu ríkisins til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Inga kveðst ekki hafa áhyggjur af því að kennarasamningurinn muni valda óróa. „Það sem við erum að gera þarna er að setja kennara á réttan stað og leiðrétta laun þeirra miðað við aðra starfsmenn okkar,“ segir Inga Rún. Heljarinnar vinna fram undan Formaður kennarasambandsins lítur á áfangann sem upphafspunkt. „Nú er bara heljarinnar vinna fram undan og nú förum við í það að undirbúa kynningar fyrir okkar fólk og kynnum samninginn og munum greiða atkvæði um hann núna, í fyrsta skipti KÍ allir í einu, sem er áfangi sem ég er stoltur af, ég er ótrúlega stoltur af mínu fólki. Að við erum núna í fyrsta skipti með allar skólagerðir, kennarar, ráðgjafar, stjórnendur í sama samningnum.“ 20-25% launahækkanir til kennara Kjarasamningur Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög tryggir um það bil tólf þúsund manns launahækkanir upp á 20-25% á fjögurra ára tímabili. Kjarasamningurinn felur í sér innborgun á vegferð sem nefnist virðismat starfa sem nemur 8,0 prósenta hækkun frá sveitarfélögum og 3,5% hjá ríki og tekur gildi 1.febrúar 2025 verði samningurinn samþykktur. Launahækkanir á tímabilinu eru mismunandi eftir hverju aðildarfélagi Kennarasambandi fyrir sig en almennt eru þær á bilinu 20-25% yfir samningstímann. Fréttastofu er á þessari stundu ekki kunnugt um heildarkostnaðarmat samningsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögum og lýkur á þriðjudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Efnislega eru samningarnir keimlíkir þeim sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði á föstudag en mestu munaði um tvær meginbreytingar, annars vegar tillaga um að setja á fót forsendunefnd sem falið væri að skera úr um deilumál á samningstímabili og hins vegar frestun gildistíma uppsagnarákvæðis um einn mánuð. Í fyrsta lagi verður hægt að segja samningnum upp 1. mars 2027. Forsendunefndin breytti öllu „Við komum með nýja tillögu inn í þetta forsenduákvæði um forsendunefnd sem hjálpar okkur að greiða úr deilum ef þær koma upp og minnkar líkur verulega á því að samningum verði sagt upp. Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka og það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsforkólfar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa í dag lýst undrun sinni yfir þeim hækkunum sem kennarar náðu í gegn í ljósi þess að í mars í fyrra sömdu Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn undir stöðugleika- og velferðarsamninga sem einkenndust af vægum launahækkunum en ríkulegri aðkomu ríkisins til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Inga kveðst ekki hafa áhyggjur af því að kennarasamningurinn muni valda óróa. „Það sem við erum að gera þarna er að setja kennara á réttan stað og leiðrétta laun þeirra miðað við aðra starfsmenn okkar,“ segir Inga Rún. Heljarinnar vinna fram undan Formaður kennarasambandsins lítur á áfangann sem upphafspunkt. „Nú er bara heljarinnar vinna fram undan og nú förum við í það að undirbúa kynningar fyrir okkar fólk og kynnum samninginn og munum greiða atkvæði um hann núna, í fyrsta skipti KÍ allir í einu, sem er áfangi sem ég er stoltur af, ég er ótrúlega stoltur af mínu fólki. Að við erum núna í fyrsta skipti með allar skólagerðir, kennarar, ráðgjafar, stjórnendur í sama samningnum.“ 20-25% launahækkanir til kennara Kjarasamningur Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög tryggir um það bil tólf þúsund manns launahækkanir upp á 20-25% á fjögurra ára tímabili. Kjarasamningurinn felur í sér innborgun á vegferð sem nefnist virðismat starfa sem nemur 8,0 prósenta hækkun frá sveitarfélögum og 3,5% hjá ríki og tekur gildi 1.febrúar 2025 verði samningurinn samþykktur. Launahækkanir á tímabilinu eru mismunandi eftir hverju aðildarfélagi Kennarasambandi fyrir sig en almennt eru þær á bilinu 20-25% yfir samningstímann. Fréttastofu er á þessari stundu ekki kunnugt um heildarkostnaðarmat samningsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögum og lýkur á þriðjudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41
„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. 26. febrúar 2025 06:46
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07