Setur háa tolla á Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 19:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort umræddir tollar eigi við EES-ríkin, eins og Ísland, en Trump sagði að tollarnir yrðu opinberaðir frekar „á næstunni“. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sagði við þarlenda blaðamenn að skilaboðin frá Bandaríkjunum væru alvarleg. En ummæli hans um að Norðmenn þurfi að passa hvernig þeir koma út úr mögulegu tollastríði ESB og Bandaríkjanna gefa til kynna að hann telji að tollarnir nái ekki yfir EES-ríkin. Þetta sagði Trump á ríkisstjórnarfundi í Washington DC. Þar sagði hann einnig að tollarnir yrðu almennir en nefndi bíla sérstaklega. Hann sagði Evrópusambandið hafa misnotað Bandaríkin og að allir þyrftu að hafa á hreinu að ESB hefði verið stofnað til að arðræna Bandaríkin (e: Screw with the United states). Það hefði verið tilgangurinn með stofnun ESB og ráðamenn í Evrópu hefðu staðið sig vel í því, hingað til. Þegar hann var spurður hvort Evrópa myndi svara fyrir sig, sagði hann að það myndi engin áhrif hafa. Hann sagði einnig að tollar sem átti að setja á vörur frá Mexíkó og Kanada, en var frestað um mánuð, tækju gildi þann 2. apríl. Sjá einnig: Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Trump hefur lengi kvartað yfir viðskiptahalla gagnvart Evrópu og sagt að Evrópuríkin ættu að flytja inn fleiri bíla frá Bandaríkjunum. Það ítrekaði hann í dag. Forsetinn hefur áður hækkað tolla sem hann setti á Kína á sínu fyrra kjörtímabili og Joe Biden hélt. Bandaríkin eru eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Árið 2024 fluttum við vörur fyrir rúma 110 milljarða til Bandaríkjanna. Innflutningur frá Bandaríkjunum var 166,6 milljarðar. Fréttin hefur verið uppfærð vegna rangfærslna um útflutning til Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26
Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 16. febrúar 2025 16:38