Skoðun

Guð­rún Haf­steins er leið­togi

Eiður Welding skrifar

Næstu helgi koma sjálfstæðismenn af landinu öllu saman til fundar og ráða ráðum sínum. Þar bera hæst þau mikilvægu verkefni að móta stefnu flokksins og kjósa nýja forystu til næstu ára.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Það er mikilvægt að sjálfstæðismenn kjósi sér öflugan leiðtoga sem leiðir flokkinn saman og fær þá sem hafa leitað á önnur mið til liðs við flokkinn aftur. Flokkurinn þarf að líta á þessi tímamót sem tækifæri og tækifærið þarf að grípa.

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur til þess að leiða flokkinn í þeirri vinnu. Guðrún hefur afburða reynslu úr atvinnulífinu, hún er mjög fær stjórnmálamaður og síðast en ekki síst almennt frábær manneskja. Guðrún er sá leiðtogi sem ég trúi að muni sameina flokkinn, og meira til, landsmenn alla undir Sjálfstæðisstefnunni. Undir forystu Guðrúnar nær Sjálfstæðisflokkurinn vopnum sínum aftur.

Höfundur er ungur sjálfstæðismaður.




Skoðun

Skoðun

Leið­togi nýrra tíma

Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Sjá meira


×