Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun