Golden State vann þá 121-115 sigur á Orlando Magic og þurfti heldur betur á framlagi Curry að halda.
Curry skoraði 56 stig í leiknum en hann setti niður tólf þriggja stiga körfur á 34 spiluðum mínútum.
🤩 STEPH LEADS IN SPECTACULAR FASHION 🤩
— NBA (@NBA) February 28, 2025
🍳 56 PTS
🍳 12 3PM
5 straight wins for Golden State in a HISTORIC outing for Chef Curry! pic.twitter.com/l2fEXVFpxx
Curry hitti úr 16 af 25 skotum sínum utan af velli og úr öllum tólf vítunum. 12 af 19 þriggja stiga skotum hans fóru rétt leið.
Þetta var 26. leikurinn á ferlinum þar sem Curry skorar tíu eða fleiri þrista en það er að sjálfsögðu NBA met.
Cirry skoraði 38 stigum meira en næst stigahæsti leikmaður Warriors sem var Quinten Post með 18 stig.
Það gaman hjá Golden State eftir komu Jimmy Butler en þetta var fimmti sigur liðsns í röð. Butler var þó aðeins með fimm stig í nótt en gaf sjö stoðsendingar.
Eftir leik var síðan falleg stund þegar Curry kallaði á móður sína Sonyu og gaf henni keppnistreyjuna sína.
„Mamma,“ kallaði Curry og henti síðan treyjunni til hennar eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan.